Íslenska liðinu tókst ekki að bjarga sér frá falli Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 18:06 Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki. Facebooksíða Frjálsíþróttasambands Íslands Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum féll í dag úr 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur fór fram í Póllandi í dag. Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira