Hefur áhyggjur af því að yfirvofandi reglubreyting muni valda árekstrum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 15:30 George Russell hefur áhyggjur af yfirvofandi reglubreytingu í Formúlu 1. Michael Potts/BSR Agency/Getty Images Liðin í Formúlu 1 kjósa í næsta mánuði um reglubreytingu sem myndi banna dekkjahlífar sem halda hita á dekkjum bílanna inni í skúr. George Russell, ökumaður Mercedes, segist ekki í vafa um að sú breyting myndi valda árekstrum, en dekkjaframleiðandinn Pirelli segir að ökumenn verði einfaldlega að aðlagast breytingunum. Pirelli vinnur nú hörðum höndum að því að hanna og kynna til sögunnar ný dekk sem þurfa ekki á dekkjahlífum að halda. Fyrirtækið stendur fast á því að þau séu meira en nothæf í keppni og ökumenn þurfi að aðlaga akstursstíl sinn að dekkjunum ef bannið við dekkjahlífum verður samþykkt. George Russell, ökumaður Mercedes, var einn af þeim sem tók þátt í að prófa nýju dekkin í Barcelona eftir að spænski kappaksturinn fór fram og hann hefur ýmsar efasemdir um ágæti dekkjanna. „Ef viðhorfum til baka þá vorum við líklega ekki að prófa dekkin við réttar aðstæður eða á réttri braut. Í Barcelona er í kringum 40 stiga brautarhiti og brautin full af gúmmíi eftir kappakstur helgarinnar. Dekkin voru nokkuð vafasöm þegar maður lagði af stað út á braut, en þau voru þó orðin nokkuð góð í fimmtu beygju,“ sagði Russell. „En ef við berum það saman við það þegar við prófuðum dekkin í upphafi árs á Jerez-brautinni þar sem brautarhiti var í kringum 10 gráður. Þar var þetta ótrúlega erfitt.“ „Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að íþróttin sé ekki tilbúin í að nota þessi dekk í keppni. Ég myndi allavega hafa miklar áhyggjur af þeim sem vinna á þjónustusvæðinu þegar bílar koma inn í þjónustuhlé. Ég myndi hafa miklar áhyggjur af upphitunarhringnum við kaldar aðstæður. Það verða árekstrar, ég efast ekki um það,“ bætti Russell við. Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pirelli vinnur nú hörðum höndum að því að hanna og kynna til sögunnar ný dekk sem þurfa ekki á dekkjahlífum að halda. Fyrirtækið stendur fast á því að þau séu meira en nothæf í keppni og ökumenn þurfi að aðlaga akstursstíl sinn að dekkjunum ef bannið við dekkjahlífum verður samþykkt. George Russell, ökumaður Mercedes, var einn af þeim sem tók þátt í að prófa nýju dekkin í Barcelona eftir að spænski kappaksturinn fór fram og hann hefur ýmsar efasemdir um ágæti dekkjanna. „Ef viðhorfum til baka þá vorum við líklega ekki að prófa dekkin við réttar aðstæður eða á réttri braut. Í Barcelona er í kringum 40 stiga brautarhiti og brautin full af gúmmíi eftir kappakstur helgarinnar. Dekkin voru nokkuð vafasöm þegar maður lagði af stað út á braut, en þau voru þó orðin nokkuð góð í fimmtu beygju,“ sagði Russell. „En ef við berum það saman við það þegar við prófuðum dekkin í upphafi árs á Jerez-brautinni þar sem brautarhiti var í kringum 10 gráður. Þar var þetta ótrúlega erfitt.“ „Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að íþróttin sé ekki tilbúin í að nota þessi dekk í keppni. Ég myndi allavega hafa miklar áhyggjur af þeim sem vinna á þjónustusvæðinu þegar bílar koma inn í þjónustuhlé. Ég myndi hafa miklar áhyggjur af upphitunarhringnum við kaldar aðstæður. Það verða árekstrar, ég efast ekki um það,“ bætti Russell við.
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira