Norskur ráðherra segir af sér fyrir klíkuskap Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 11:18 Anette Trettebergstuen þegar hún tók við lyklavöldum í menningar- og jafnréttisráðuneytinu í október 2021. Hún sagði af sér með skömm í dag. Vísir/EPA Anette Trettebergstuen sagði af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs í dag. Jonas Gahr Størel, forsætisráðherra, segir hana hafa gert stórt mistök þegar hún skipaði vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Málið snýst um tilnefningar Trettebergstuen á þremur vinum sínum í stjórnir norsku óperunnar, þjóðminjasafnsins og Þjóðarleikhússins í Björgvin. Hún lýsti manni sem hún tilnefndi í stjórn þjóðminjasafnsins sem nánum vini sínum. Fram hefur komið að hún hafi tilnefnt hann þrátt fyrir að henni væri ljóst að hún væri vanhæf. Trettebergstuen viðurkenndi mistök sín og sagðist axla ábyrgð á þeim á blaðamannafundi í dag. Hún afsakaði sig meðal annars með því að hún hefði ekki vitað að hún mætti ekki tilnefna fólk til embætta þegar hún væri vanhæf, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Støre sagði ákvörðun Trettebergstuen um að segja af sér rétta. Hún hefði brotið reglur og sýnt vanþekkingu á reglum um vanhæfi. Hún hefði tilnefnt fólk sem hún tengdist þrátt fyrir viðvaranir ráðuneytis hennar. Spurningar hafa einnig vaknað um hæfi Trettebergstuen þegar hún tilnefndi tvö fyrrverandi flokkssystkini sín úr Verkamannaflokknum til stjórnarsetu í Norskum getraunum í apríl í ár og í fyrra. Ráðherrann taldi sig ekki vanhæfan í tilfelli þeirra. Fyrr í þessari viku kom á daginn að Tonje Brenna, menntamálaráðherra sem er einnig úr Verkamannaflokknum, hefði veitt góðvini sínum stjórnarsæti. Hún lýsti sig síðar vanhæfa og baðst afsökunar. Støre sagði mál Brenna og Terrebergstuen eðlisólík í dag. Það sem gerði mál Trettebergstuen meðal annars svo alvarlegt væri að launin fyrir stjórnarsetu sem hún úthlutaði nema í sumum tilfellum 90.000 norskum krónum. rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna. Noregur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Málið snýst um tilnefningar Trettebergstuen á þremur vinum sínum í stjórnir norsku óperunnar, þjóðminjasafnsins og Þjóðarleikhússins í Björgvin. Hún lýsti manni sem hún tilnefndi í stjórn þjóðminjasafnsins sem nánum vini sínum. Fram hefur komið að hún hafi tilnefnt hann þrátt fyrir að henni væri ljóst að hún væri vanhæf. Trettebergstuen viðurkenndi mistök sín og sagðist axla ábyrgð á þeim á blaðamannafundi í dag. Hún afsakaði sig meðal annars með því að hún hefði ekki vitað að hún mætti ekki tilnefna fólk til embætta þegar hún væri vanhæf, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Støre sagði ákvörðun Trettebergstuen um að segja af sér rétta. Hún hefði brotið reglur og sýnt vanþekkingu á reglum um vanhæfi. Hún hefði tilnefnt fólk sem hún tengdist þrátt fyrir viðvaranir ráðuneytis hennar. Spurningar hafa einnig vaknað um hæfi Trettebergstuen þegar hún tilnefndi tvö fyrrverandi flokkssystkini sín úr Verkamannaflokknum til stjórnarsetu í Norskum getraunum í apríl í ár og í fyrra. Ráðherrann taldi sig ekki vanhæfan í tilfelli þeirra. Fyrr í þessari viku kom á daginn að Tonje Brenna, menntamálaráðherra sem er einnig úr Verkamannaflokknum, hefði veitt góðvini sínum stjórnarsæti. Hún lýsti sig síðar vanhæfa og baðst afsökunar. Støre sagði mál Brenna og Terrebergstuen eðlisólík í dag. Það sem gerði mál Trettebergstuen meðal annars svo alvarlegt væri að launin fyrir stjórnarsetu sem hún úthlutaði nema í sumum tilfellum 90.000 norskum krónum. rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna.
Noregur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira