Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 12:27 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir Fjármálaeftirlitið sýna bankanum traust þrátt fyrir að honum hafi nú verið gert að greiða 1,2 milljarða sekt. VÍSIR/VILHELM Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira