Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 12:27 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir Fjármálaeftirlitið sýna bankanum traust þrátt fyrir að honum hafi nú verið gert að greiða 1,2 milljarða sekt. VÍSIR/VILHELM Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt til fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum sem send var út í gærkvöldi segir að stjórn hans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttaboðið. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega felst í brotum bankans en á meðal þeirra eru hljóðupptökur starfsmanna sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samkvæmt tiltölulega nýjum lögum hefðu þurft að vera allar á upptöku í aðdraganda viðskipta. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Það er talað um flokkun viðskiptavina, áhættumat og fleira sem tengist þessu eina verkefni,“ segir Birna. Aðspurð að því hvaða starfsmenn hafi brotið umrædd lög segir hún stjórnendur og starfsmenn víða í bankanum hafi komið að „þessu verkefni," en fjöldi starfsmanna hafi ekki verið tekinn saman. „Öll berum við ábyrgð á okkar daglegu störfum. En að sjálfsögðu er það svo stjórn og stjórnendur og bankastjóri sem ber mikla ábyrgð á daglegum rekstri bankans.“ Íhugar ekki að segja af sér Birna kveðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna málsins. „Nei, ég hef ekki íhugað það. Með því að bjóða bankanum sátt er Seðlabankinn að sýna okkur það traust, stjórn og bankastjóra, að fylgja eftir þeim úrbótum sem lagðar eru til í sáttinni. Það er svo sannarlega verkefni sem við tökum báðum höndum og hendum okkur í. Ég hef verið að vinna að því að byggja upp mjög sterka og frekar íhaldssama áhættumenningu og þó svo ég hefði sannarlega viljað að þetta verkefni væri unnið með öðrum hætti.“ Tilraun til að afvegaleiða umræðuna Samkvæmt Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans stendur til að birta sáttina á næstu dögum, liklega ekki fyrr en á mánudag. Segir hann að í sáttinni verði skýrt frá málsatvikum og niðurstöðu málsins, en fram að birtingu muni Seðlabankinn ekki tjá sig frekar um málið. Þetta gagnrýnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún segir fullkomlega óeðlilegt og fráleitt að fyrsta frásögn af svona stóru máli sem varðar sögulega háa sekt, komi frá hinum brotlega. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar „Að það sé ekki þannig að almenningur fái upplýsingar um málið, hvað gerðist, að hverju rannsóknin beindist og hver niðurstaðan var. Þær fréttir eiga að koma frá Fjármálaeftirlitinu,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. „Við erum að fá einhverja mjög loðna og óljósa frásögn frá bankanum sem er hinn brotlegi í þessu máli. Af því að þeir hafi kannski ekki farið af kröfum, svona einhver atvikalýsing sem dansar í kringum málið. Mér finnst að Íslandsbanki hafi fram úr sér og hafi átt að leyfa stjórnvaldinu að skýra frá því sem þarna gerðist. Þetta er tilraun til að reyna að afvegaleiða umræðuna.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira