Icefjord and Olafsbay Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 23. júní 2023 14:30 Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Snæfellsbær Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar