Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 14:23 Ósáttur mótmælandi í Lundúnum á þessu ári. EPA Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira