Móðir segir starfsbrautina mæta afgangi og illa sé staðið að innritunarferli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:10 Svanur fær ekki að skoða Borgarholtsskóla fyrr en nokkrum dögum fyrir skólabyrjun. Harpa Þórisdóttir Móðir drengs sem var gert að bíða til dagsins í dag eftir boði um skólavist á starfsbraut segir illa að inntökuferlinu staðið. Hún gagnrýnir Menntamálastofnun fyrir að hafa haldið fjölskyldunni í óvissu fram að síðasta degi fyrir sumarfrí framhaldsskólastarfsmanna. Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent