ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 16:52 ÁTVR vill ekki selja Shaker. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira