Fótbolti

Fyrr­verandi lands­liðs­maður Belgíu fór í hjarta­stopp og lést

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roussell í leik gegn Arsenal.
Roussell í leik gegn Arsenal. Getty Images/Ross Kinnaird

Cédric Roussel, fyrrverandi leikmaður Coventry City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem og belgíska landsliðsins er látinn aðeins 45 ára að aldri. Dánarorsök var hjartastopp.

Roussel lék með Coventry frá 1999 til 2001 og myndaði öflugt framherjateymi með Robbie Keane. Alls lék hann 43 leiki fyrir félagið og skoraði 11 mörk áður en hann var seldur til Úlfanna sem þá léku í B-deildinni.

Í tilkynningu Coventry um andlát leikmannsins fyrrverandi segir:

„Coventry er miður sín yfir fregnum af andláti fyrrverandi framherja félagsins, Cédric Roussell. Sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina hans á þessari sorglegu stundu.“

Roussell lék þrjá landsleiki fyrir Belgí árið 2003 en hann fór víða leikmannaferli sínum. Hann lék fyrir Mons, Genk, Gent, Standard Liege, Zulte Waregem og La Louviere í heimalandinu. Þá lék hann fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og Brescia á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×