Arteta segir að Arsenal hafi verið sálarlaust þegar hann mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 10:30 Mikel Arteta hefur komið Arsenal aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Getty/David Price Mikel Arteta hefur gert flotta hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en hann segir að Arsenal hafi verið búið að týna sál félagsins þegar hann mætti á svæðið árið 2019. Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira