Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Magnús Jochum Pálsson og Atli Ísleifsson skrifa 26. júní 2023 10:32 Arna Kristín Einarsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri skrifstofu menningar- og fjölmiðla hjá menningarráðuneytinu. Vísir/GVA Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent