„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það“ Bergljót Davíðsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:30 „Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun