Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júní 2023 21:01 Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Bjarki Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00