Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:31 Breiðablik er fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn