„Þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. júní 2023 12:12 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um fylgi flokkanna ekki endurspegla neinar breytingar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mælinguna óásættanlega fyrir flokkinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgisbreytingu Samfylkingarinnar vera að festa sig í sessi. Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Könnunin fór fram dagana 1. til 22. júní og hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,7 prósent fylgi sem er á pari við könnunina í maí. Frá kosningum 2021 hefur flokkurinn tæplega þrefaldað fylgi sitt.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 19 prósent fylgi sem er rúmum fimm prósentum minna en í kosningunum. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði könnunina ekki endurspegla neinar breytingar í Pallborðinu á Vísi í morgun. „Þetta er allt innan skekkjumarka en þetta er auðvitað alveg óásættanleg mæling fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svona huggun harmi gegn þá sjáum við aðrar kannanir sem eru hærri og miklu nær niðurstöðu kosninga,“ sagði Bjarni jafnframt. Flokkurinn eigi mikið inni. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir könnunina staðfesta þróun undanfarinna mánuða. „Með gríðarlega miklu risi Samfylkingar í kjölfar formannsskipta það og sú fylgisbreyting sem svona að festa sig í sessi á milli kannanna sem segir okkur að þetta er ekki einstakt stökk sem síðan fellur jafnharðan,“ segir Eiríkur. Fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar sé einnig athyglisvert. Kjósendur séu smám saman að yfirgefa stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana. Könnunin taki þó ekki til nýjustu vendinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Þannig að þær uppákomur sem hafa verið hér í umræðunni um útlendingamálin í tengslum við ráðherraskiptin og síðan deilurnar um ákvörðun matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. Áhrif af þeim mælast ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur sem segir erfitt að meta upp að hvaða marki ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á niðurstöður næstu kannana.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. 27. júní 2023 10:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34