Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 21:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20