Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2023 20:31 Lewis Hamilton og Max Verstappen eru langt frá því að vera sammála. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála. Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira