„Við höfum ekkert að fela“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 13:01 Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan/Vísir/Vilhelm Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela. Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“