Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. júlí 2023 14:30 Grænir páfagaukar frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Getty Images Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður. Dýr Fuglar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður.
Dýr Fuglar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent