Hinn 22 ára gamli Jackson skoraði 13 mörk fyrir Villareal í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þar á meðal níu í síðustu átta deildarleikjum sínum. Talið er að Chelsea borgi 32 milljónir evra [4,775 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.
Nic Jackson! pic.twitter.com/IRFcrXnXf6
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 30, 2023
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Bournemouth búið að fá kauptilboð í leikmanninn samþykkt fyrr á árinu en Jackson féll á læknisskoðun þar sem hann var meiddur. Hann jafnaði sig af þeim og var sjóðandi heitur undir lok síðasta tímabils.
Hann er annar leikmaðurinn sem Chelsea sækir í sumar en Christopher Nkunku var kynntur sem leikmaður liðsins fyrir skemmstu. Sá hafði þó samið við Chelsea fyrir þónokkru síðan.