Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 30. júní 2023 21:52 Eins og sést er ef nógu fyrir Guðjón að taka þegar kemur að tyggjóklessum í miðbænum. Vísir/Helena Rós Tyggjókarlinn svokallaði hefur störf sín á ný á morgun. Hann hyggst ná því stóra markmiði að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa í sumar. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið. Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið.
Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48
Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50
Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35
Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44