Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 12:16 Mínútuþögn var fyrir Formúlu 2 keppnina í Austurríki sem hófst nú skömmu fyrir hádegi. Vísir/Getty 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira