Lagði fram kæru og hvetur fólk til að gera hið sama Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:40 Árni lagði fram kæruna á lögreglustöðinni á Sauðárkróki í dag. Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, kærði í dag mann sem hann segir að hafi svikið sig um 16 milljónir. Fleiri hafa lagt fram kæru en Árni býst við að svikin nemi hátt í 200 milljónum króna. „Ég hef fengið fimm eða sex hringingar á dag eftir að ég byrjaði að vara við honum,“ segir Árni sem taldi sig vera að kaupa innflutt hús frá Austur-Evrópu en komið er ár fram yfir afhendingartímann. Ekkert bólar á húsinu. Hann hefur meðal annars greint frá þessu í samtali við DV, RÚV og héraðsmiðilinn Trölla. Vísir hefur greint frá því að Neytendasamtökunum hafi borist ábendingar um tug milljóna svikastarfsemi íslensks aðila sem segist flytja inn hús frá Austur-Evrópu. Árni hefur tekið saman upplýsingar um hvað fólk hefur greitt manninum, sem gefur sig út fyrir að selja innflutt húss, smáhýsi, sánatunnur og fleira. Í byrjun var upphæðin 88 milljónir króna en nú er hún komin í 120 eða 130 milljónir. „Ég óttast að það sé fullt af fólki sem á eftir að sjá þetta eða þorir ekki að stíga fram því það fylgir því viss skömm að láta svíkja sig svona,“ segir Árni. Ekkert benti til svikastarfsemi Fyrir ári síðan fór Árni á skrifstofu mannsins og skrifaði undir kaupsamning. Við skrifstofuna voru fjögur smáhýsi, heitir pottar, sánatunnur og fleira. Ekkert benti til þess að þetta væri svikastarfsemi. Hann borgaði átta milljónir við undirskrift, sem var þrjátíu prósent af kaupverðinu. Önnur þrjátíu voru greidd við framleiðslu. En þegar að var gáð hófst framleiðslan aldrei. Verksmiðjan í Lettlandi sagðist aldrei hafa fengið neina greiðslu. Framleiðslugetan var fjórtán hús á mánuði en engu að síður bólar ekkert á húsi Árna. Árni segist hafa heyrt sömu eða svipaðar sögur frá öðrum sem pantað hafa hús eða aðra hluti frá manninum, sem selur undir mörgum fyrirtækjaheitum. „Aðrir aðilar sem hafa verið að flytja inn hús hafa hringt í mig og lýst yfir áhyggjum. Menn sem eru heiðarlegir og eru að skila húsum,“ segir Árni. Þessi starfsemi sé því að kasta rýrð á greinina í heild sinni. Fólk þori ekki að panta. Kona í Þýskalandi svikin um 700 þúsund Upphæðirnar sem fólk telur sig svikið um eru mjög misháar. Að sögn Árna er nýjasta málið hjá konu í Þýskalandi sem búin var að borga 700 þúsund krónur inn á smáhýsi en hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu í tvo mánuði. Ekkert bólar á húsinu, né húsum sem aðrir hafa pantað. Árni hvetur fólk til að mæta með öll gögn, samskipti, kvittanir fyrir innáborgunum og fleira á næstu lögreglustöð og kæra málið. Hann hefur heyrt að viðmót lögreglunnar sé ekki alls staðar jafn gott og sums staðar sé þess krafist að fólk panti tíma hjá rannsóknarlögreglumanni. „Ef fólk telur að hann hafi brotið á sér getur það farið til lögreglu til að kæra og fengið málsnúmerið hjá mér. Þá er hægt að sjá hvort þetta sé örugglega sami maður,“ segir Árni. Þá fer málið og rannsóknin undir einn hatt. Skagafjörður Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Ég hef fengið fimm eða sex hringingar á dag eftir að ég byrjaði að vara við honum,“ segir Árni sem taldi sig vera að kaupa innflutt hús frá Austur-Evrópu en komið er ár fram yfir afhendingartímann. Ekkert bólar á húsinu. Hann hefur meðal annars greint frá þessu í samtali við DV, RÚV og héraðsmiðilinn Trölla. Vísir hefur greint frá því að Neytendasamtökunum hafi borist ábendingar um tug milljóna svikastarfsemi íslensks aðila sem segist flytja inn hús frá Austur-Evrópu. Árni hefur tekið saman upplýsingar um hvað fólk hefur greitt manninum, sem gefur sig út fyrir að selja innflutt húss, smáhýsi, sánatunnur og fleira. Í byrjun var upphæðin 88 milljónir króna en nú er hún komin í 120 eða 130 milljónir. „Ég óttast að það sé fullt af fólki sem á eftir að sjá þetta eða þorir ekki að stíga fram því það fylgir því viss skömm að láta svíkja sig svona,“ segir Árni. Ekkert benti til svikastarfsemi Fyrir ári síðan fór Árni á skrifstofu mannsins og skrifaði undir kaupsamning. Við skrifstofuna voru fjögur smáhýsi, heitir pottar, sánatunnur og fleira. Ekkert benti til þess að þetta væri svikastarfsemi. Hann borgaði átta milljónir við undirskrift, sem var þrjátíu prósent af kaupverðinu. Önnur þrjátíu voru greidd við framleiðslu. En þegar að var gáð hófst framleiðslan aldrei. Verksmiðjan í Lettlandi sagðist aldrei hafa fengið neina greiðslu. Framleiðslugetan var fjórtán hús á mánuði en engu að síður bólar ekkert á húsi Árna. Árni segist hafa heyrt sömu eða svipaðar sögur frá öðrum sem pantað hafa hús eða aðra hluti frá manninum, sem selur undir mörgum fyrirtækjaheitum. „Aðrir aðilar sem hafa verið að flytja inn hús hafa hringt í mig og lýst yfir áhyggjum. Menn sem eru heiðarlegir og eru að skila húsum,“ segir Árni. Þessi starfsemi sé því að kasta rýrð á greinina í heild sinni. Fólk þori ekki að panta. Kona í Þýskalandi svikin um 700 þúsund Upphæðirnar sem fólk telur sig svikið um eru mjög misháar. Að sögn Árna er nýjasta málið hjá konu í Þýskalandi sem búin var að borga 700 þúsund krónur inn á smáhýsi en hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu í tvo mánuði. Ekkert bólar á húsinu, né húsum sem aðrir hafa pantað. Árni hvetur fólk til að mæta með öll gögn, samskipti, kvittanir fyrir innáborgunum og fleira á næstu lögreglustöð og kæra málið. Hann hefur heyrt að viðmót lögreglunnar sé ekki alls staðar jafn gott og sums staðar sé þess krafist að fólk panti tíma hjá rannsóknarlögreglumanni. „Ef fólk telur að hann hafi brotið á sér getur það farið til lögreglu til að kæra og fengið málsnúmerið hjá mér. Þá er hægt að sjá hvort þetta sé örugglega sami maður,“ segir Árni. Þá fer málið og rannsóknin undir einn hatt.
Skagafjörður Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01