Breiðablik og Ísland í aðalhlutverki í stórri grein á ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:02 Hér má sjá fyrirsögnina og aðalmyndina á fréttinni á ESPN vefnum. Skjámynd/ESPN ESPN gefur lesendum sínum sína upplifun af Meistaradeildarleikjunum sem fóru fram í Kópavogi á dögunum. Ræddu meðal annars við einn svekktan leikmann sem fékk ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir rassskellinn á móti Blikum. Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira