Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:11 Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifa undir skjöl á fundi Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO). Rússar og Kínverjar stofnuðu samtökin til höfuðs vestrænum samvinnustofnunum. AP/Alexander Kazakov/Sputnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira