Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór/KA 0-1 | Akureyringar með mikilvægan sigur Atli Arason skrifar 4. júlí 2023 20:12 Þór/KA vann í kvöld. Vísir/Diego Þór/KA sótti sterk þrjú stig í annars bragðdaufum leik í Keflavík í 11. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með eins mark sigri gestanna, 0-1. Þór/KA er komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn. Það var fátt um fína drætti í fyrstu 45 mínúturnar. Gestirnir frá Akureyri spiluðu þéttann varnarleik sem Keflvíkingum gekk afar illa að brjóta á bak aftur. Á 32. mínútu skoraði Tahani Annis, leikmaður Þór/KA, eina mark leiksins eftir mikið harðfylgi. Jakobína Hjörvarsdóttir átti þá flotta fyrirgjöf á fjærstöng úr aukaspyrnu af vinstri væng. Hulda Björg náði að vera fyrst í fyrirgjöf Jakobínu, kom boltanum aftur fyrir mark Keflavíkur þar sem Annis náði að koma knettinum yfir marklínuna og gestirnir fóru með forystuna inn í leikhlé. Í síðari hálfleik var svolítið meira af því sama. Gestirnir spiluðu öflugan varnarleik sem Keflvíkingar náðu ekki að opna þrátt fyrir að vera töluvert meira með boltann. Þrátt fyrir yfirburði Keflavíkur með boltann þá komust gestirnir í Þór/KA þó nærri því að skora í síðari hálfleik eftir nokkrar hættulegar hornspyrnur en inn vildi boltinn ekki. Fór svo að lokum að þetta eina mark Þór/KA dugði að lokum til sigurs sem fleytir þeim alla leið upp í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðablik og Val, sem eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Afhverju vann Þór/KA? Varnarleikurinn var það sem skilaði gestunum yfir línuna í kvöld. Keflvíkingar fengu á köflum of mikinn tíma til að finna glufur á vörn Þór/KA en þær glufur fundust ekki í rúmar 90 mínútur og því fóru norðankonur heim með stiginn þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Björg Hannesdóttir var með fyrirliðabandið í fjarveru Söndru Maríu. Hulda steig upp og leiddi varnarlínu Þór/KA eins og herforingi ásamt því að leggja upp markið sem skildi liðin af. Markið lagði hún upp með aðstoð frá Jakobínu Hjörvarsdóttur sem skapaði usla í leiknum með nokkrum flottum fyrirgjöfum úr föstum leikatriðum. Dominique Randle á einnig hrós skilið fyrir að halda markahæsta leikmanni Keflavíkur, Linli Tu, í skefjum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara næst í heimsókn til toppliðs Breiðablik í Kópavoginum næsta laugardag en degi síðar tekur Þór/KA á móti ÍBV fyrir norðan. „Ætluðum að vera þéttar númer eitt tvö og þrjú“ Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA.Vilhelm Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA, gat leyft sér að brosa eftir fyrsta sigurinn á Keflavík í sumar, í þriðju tilraun. „Mjög sætur sigur. Það er frábært að fá þrjá punkta á útivelli og halda hreinu,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Við breyttum sóknarleiknum aðeins og nálgun okkar varnarlega líka. Við fórum aðrar sendingarleiðir í gegnum völlinn og fundum þessar sendingarleiðir sem við vorum að leita af. Þetta var aðeins auðveldara hjá okkur en í síðustu leikjum gegn Keflavík.“ Samkvæmt Pétri var mikil áhersla var lögð á öflugan varnarleik gegn Keflvíkingum ásamt nýjum leiðum í uppspili. „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að vera þéttar númer eitt tvö og þrjú. Svo ætluðum við að þora aðeins meira að spila boltanum, hingað til höfum við aðeins of mikið verið að sparka boltanum frá okkur. Síðustu dagar hafa farið mikið í að æfa okkur að halda boltanum og okkur tókst það ágætlega í kvöld. Við vorum hættulegar þegar okkur tókst að spila boltanum í gegn og finna réttu svæðin. Við sköpuðum kannski ekki mikið af færum en við sköpuðum okkur mikið af sénsum til þess að skapa færi,“ svaraði Pétur, aðspurður út í upplegg Þór/KA fyrir leikinn í kvöld. Markið sem Þór/KA skoraði í kvöld var að einhverju leyti snemmbúin jólagjöf frá Keflvíkingum, sem sýndu klaufalegan varnarleik eftir fyrirgjöf Jakobínu. „Það þarf oft heppni til að skora en þetta var frábær fyrirgjöf frá Jakó [Jakobínu Hjörvarsdóttur] úr aukaspyrnunni, svona fyrirgjöf á skilið stoðsendingu. Svo verður bara einhvern veginn eitthvað úr þessu og þá snýst þetta um að vera á tánum og Tahani er alltaf á tánum, hún er stórhættuleg þegar hún er inn í boxinu,“ sagði Pétur. Framundan er mikilvægur leikur fyrir Akureyringa sem eru að stimpla sig inn í toppbaráttuna með Blikum og Valskonum. Þór/KA tekur á móti ÍBV á heimavelli í næstu umferð en sá leikur fer fram í miðju pollamóti fyrir norðan. „Núna er bara endurheimt. Framundan er langt ferðalag heim og næstu dagar eftir það fara í að hvíla lúin bein. Svo bara hefjum við leik aftur í miðju pollamóti, vonandi finnum við einhvern æfingatíma á föstudag eða laugardag og svo bara leikur á sunnudaginn. Gæti ekki verið flottara,“ sagði Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA. „Það er ekki nóg að stjórna leiknum“ Jonathan Glenn er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með annað tap liðsins í röð á heimavelli. „Við verðum að vera betri á síðasta þriðjungi vallarins. Það er ekki nóg að stjórna leiknum, við verðum líka að skapa okkur fleiri hættuleg færi. Þetta er eitt af því sem er í framþróun hjá liðinu en við erum ekki komnar nógu langt í því. Þór/KA fær hrós fyrir að spila þéttan varnarleik en við þurfum að vera betri í að klára færin,“ sagði Glenn í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að þróa leik liðsins í að byggja upp sóknir. Okkur hefur gengið betur að halda boltanum innan liðsins í síðustu leikjum en núna þurfum við að leggja meiri áherslur á að klára sóknirnar sem og að vera betri í einvígum einn á einn sóknarlega,“ svaraði Glenn, aðspurður út í hvað vantaði í leik Keflavíkur í kvöld. Glenn taldi markið sem Keflavík fékk á sig í kvöld heldur klaufalegt, þó hann ætti eftir að skoða það betur á myndbandi. „Það er aldrei skemmtilegt að fá á sig mark og hvað þá úr föstu leikatriði. Ég er ekki búinn að sjá markið aftur en við hefðum kannski átt að vinna seinni boltann og verjast betur.“ Um helgina leikur Keflavík gegn efsta liði deildarinnar en þrátt fyrir þrjá leik í röð án sigurs er Glenn bjartsýnn á framhaldið ef liðinu tekst að halda áfram að bæta sig. „Það eru aðeins fjórir dagar í næsta leik gegn Breiðablik. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum að stjórna leiknum en þetta snýst líka um að klára leikina, spila vel á síðasta þriðjungi og skora mörk. Við þurfum að vera betri í því,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Þór Akureyri KA
Þór/KA sótti sterk þrjú stig í annars bragðdaufum leik í Keflavík í 11. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með eins mark sigri gestanna, 0-1. Þór/KA er komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn. Það var fátt um fína drætti í fyrstu 45 mínúturnar. Gestirnir frá Akureyri spiluðu þéttann varnarleik sem Keflvíkingum gekk afar illa að brjóta á bak aftur. Á 32. mínútu skoraði Tahani Annis, leikmaður Þór/KA, eina mark leiksins eftir mikið harðfylgi. Jakobína Hjörvarsdóttir átti þá flotta fyrirgjöf á fjærstöng úr aukaspyrnu af vinstri væng. Hulda Björg náði að vera fyrst í fyrirgjöf Jakobínu, kom boltanum aftur fyrir mark Keflavíkur þar sem Annis náði að koma knettinum yfir marklínuna og gestirnir fóru með forystuna inn í leikhlé. Í síðari hálfleik var svolítið meira af því sama. Gestirnir spiluðu öflugan varnarleik sem Keflvíkingar náðu ekki að opna þrátt fyrir að vera töluvert meira með boltann. Þrátt fyrir yfirburði Keflavíkur með boltann þá komust gestirnir í Þór/KA þó nærri því að skora í síðari hálfleik eftir nokkrar hættulegar hornspyrnur en inn vildi boltinn ekki. Fór svo að lokum að þetta eina mark Þór/KA dugði að lokum til sigurs sem fleytir þeim alla leið upp í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðablik og Val, sem eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Afhverju vann Þór/KA? Varnarleikurinn var það sem skilaði gestunum yfir línuna í kvöld. Keflvíkingar fengu á köflum of mikinn tíma til að finna glufur á vörn Þór/KA en þær glufur fundust ekki í rúmar 90 mínútur og því fóru norðankonur heim með stiginn þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Björg Hannesdóttir var með fyrirliðabandið í fjarveru Söndru Maríu. Hulda steig upp og leiddi varnarlínu Þór/KA eins og herforingi ásamt því að leggja upp markið sem skildi liðin af. Markið lagði hún upp með aðstoð frá Jakobínu Hjörvarsdóttur sem skapaði usla í leiknum með nokkrum flottum fyrirgjöfum úr föstum leikatriðum. Dominique Randle á einnig hrós skilið fyrir að halda markahæsta leikmanni Keflavíkur, Linli Tu, í skefjum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara næst í heimsókn til toppliðs Breiðablik í Kópavoginum næsta laugardag en degi síðar tekur Þór/KA á móti ÍBV fyrir norðan. „Ætluðum að vera þéttar númer eitt tvö og þrjú“ Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA.Vilhelm Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA, gat leyft sér að brosa eftir fyrsta sigurinn á Keflavík í sumar, í þriðju tilraun. „Mjög sætur sigur. Það er frábært að fá þrjá punkta á útivelli og halda hreinu,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Við breyttum sóknarleiknum aðeins og nálgun okkar varnarlega líka. Við fórum aðrar sendingarleiðir í gegnum völlinn og fundum þessar sendingarleiðir sem við vorum að leita af. Þetta var aðeins auðveldara hjá okkur en í síðustu leikjum gegn Keflavík.“ Samkvæmt Pétri var mikil áhersla var lögð á öflugan varnarleik gegn Keflvíkingum ásamt nýjum leiðum í uppspili. „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að vera þéttar númer eitt tvö og þrjú. Svo ætluðum við að þora aðeins meira að spila boltanum, hingað til höfum við aðeins of mikið verið að sparka boltanum frá okkur. Síðustu dagar hafa farið mikið í að æfa okkur að halda boltanum og okkur tókst það ágætlega í kvöld. Við vorum hættulegar þegar okkur tókst að spila boltanum í gegn og finna réttu svæðin. Við sköpuðum kannski ekki mikið af færum en við sköpuðum okkur mikið af sénsum til þess að skapa færi,“ svaraði Pétur, aðspurður út í upplegg Þór/KA fyrir leikinn í kvöld. Markið sem Þór/KA skoraði í kvöld var að einhverju leyti snemmbúin jólagjöf frá Keflvíkingum, sem sýndu klaufalegan varnarleik eftir fyrirgjöf Jakobínu. „Það þarf oft heppni til að skora en þetta var frábær fyrirgjöf frá Jakó [Jakobínu Hjörvarsdóttur] úr aukaspyrnunni, svona fyrirgjöf á skilið stoðsendingu. Svo verður bara einhvern veginn eitthvað úr þessu og þá snýst þetta um að vera á tánum og Tahani er alltaf á tánum, hún er stórhættuleg þegar hún er inn í boxinu,“ sagði Pétur. Framundan er mikilvægur leikur fyrir Akureyringa sem eru að stimpla sig inn í toppbaráttuna með Blikum og Valskonum. Þór/KA tekur á móti ÍBV á heimavelli í næstu umferð en sá leikur fer fram í miðju pollamóti fyrir norðan. „Núna er bara endurheimt. Framundan er langt ferðalag heim og næstu dagar eftir það fara í að hvíla lúin bein. Svo bara hefjum við leik aftur í miðju pollamóti, vonandi finnum við einhvern æfingatíma á föstudag eða laugardag og svo bara leikur á sunnudaginn. Gæti ekki verið flottara,“ sagði Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þór/KA. „Það er ekki nóg að stjórna leiknum“ Jonathan Glenn er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með annað tap liðsins í röð á heimavelli. „Við verðum að vera betri á síðasta þriðjungi vallarins. Það er ekki nóg að stjórna leiknum, við verðum líka að skapa okkur fleiri hættuleg færi. Þetta er eitt af því sem er í framþróun hjá liðinu en við erum ekki komnar nógu langt í því. Þór/KA fær hrós fyrir að spila þéttan varnarleik en við þurfum að vera betri í að klára færin,“ sagði Glenn í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að þróa leik liðsins í að byggja upp sóknir. Okkur hefur gengið betur að halda boltanum innan liðsins í síðustu leikjum en núna þurfum við að leggja meiri áherslur á að klára sóknirnar sem og að vera betri í einvígum einn á einn sóknarlega,“ svaraði Glenn, aðspurður út í hvað vantaði í leik Keflavíkur í kvöld. Glenn taldi markið sem Keflavík fékk á sig í kvöld heldur klaufalegt, þó hann ætti eftir að skoða það betur á myndbandi. „Það er aldrei skemmtilegt að fá á sig mark og hvað þá úr föstu leikatriði. Ég er ekki búinn að sjá markið aftur en við hefðum kannski átt að vinna seinni boltann og verjast betur.“ Um helgina leikur Keflavík gegn efsta liði deildarinnar en þrátt fyrir þrjá leik í röð án sigurs er Glenn bjartsýnn á framhaldið ef liðinu tekst að halda áfram að bæta sig. „Það eru aðeins fjórir dagar í næsta leik gegn Breiðablik. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum að stjórna leiknum en þetta snýst líka um að klára leikina, spila vel á síðasta þriðjungi og skora mörk. Við þurfum að vera betri í því,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti