Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 21:01 Regnbogagatan á Akranesi setur litríkan svip á bæinn. Vísir/Vilhelm Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm
Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira