Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 21:01 Regnbogagatan á Akranesi setur litríkan svip á bæinn. Vísir/Vilhelm Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm
Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira