Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 09:50 Öryggisvörður með viftu um hálsinn þerrar svita í hitabylgju í Beijing í Kína mánudaginn 3. júlí. Hitinn þar fór yfir 35 gráður níu daga í röð í síðustu viku en mánudagurinn er talinn heitasti dagur á jörðinni frá upphafi mælinga. AP/Andy Wong Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira