Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2023 00:06 Bólstraskýin eru ákaflega falleg. Myndina tók Ásgeir í 17.500 feta hæð. Ásgeir Bjarnason Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. „Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX
Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira