Þar höfðu fjórmenningarnir veist að ferðamanni og stolið af honum verðmætum. Hluti ránsfengsins er fundinn en málið er enn í rannsókn. Einn gistir fangageymslu.
Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða í nótt og þá var tilkynnt um slagsmál fjögurra einstaklinga en ekkert var að sjá þegar lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt var um þjófnað í póstnúmerinu 108 þar sem fingralangur reyndist undir lögaldri og er málið sagt í viðeigandi ferli. Þá var einum ekið heim í miðborginni sökum ölvunar.
Lögregla sinnti einnig útkalli vegna konu sem var sögð ráfandi um í póstnúmerinu 203, illa áttuð. Henni var ekið á dvalarstað, að því er segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Þá var tilkynnt um lausan hest í póstnúmerinu 162.
Nokkrir voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum og þá voru skráningarmerki fjarlægð af nokkrum bifreiðum.