Dóttirin vill senda Eto’o í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 09:31 Samuel Eto’o hefur unnið að samfélagsmálum fyrir FIFA Foundation í heimalandi sínu Kamerún. Vandamál hans í dag eru hins vegar á Spáni. Getty/Maja Hitij Samuel Eto'o virðist hreinlega elta uppi vandræðin eða kannski elta vandræðin hann. Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023 Kamerún Fótbolti Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023
Kamerún Fótbolti Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira