Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 13:30 Íslenska landsliðið er á leið á HM í annað sinn, í lok þessa árs. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira