Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 14:41 Stuðningsmenn Donalds Trump söfnuðust saman við þinghúsið í Washington-borg 6. janúar árið 2021. Þeir slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joes Biden sem forseta. AP/José Luis Magana Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11