„Þar hefðum við getað verið heppnari“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 15:19 Arnar Pétursson er á leið með íslenska landsliðið á stórmót í lok árs, á HM. Leikir Íslands verða spilaðir í Noregi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira