„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 19:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata birti greinargerðina í morgun en hún segir hana eiga erindi við almenning. Vísir/Dúi Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði