Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 22:27 Manuel Neuer heilsaði upp á starfsfólkið og fékk mynd af sér með þeim inni í eldhúsi. Aðsent Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu. Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu.
Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira