Skipuð dómari við Landsrétt Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2023 14:40 Ásgerður Ragnarsdóttir hefur síðan í maí verið settur dómari við Landsrétt. Stjr Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023. Staðan var auglýst laus til umsóknar fyrr í sumar og bárust tvær umsóknir – frá Ásgerði og svo Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara. Hæfisnefnd mat þau bæði mjög vel hæf til að gegna embættinu og ákvað nefndin að gera ekki upp á milli hæfni þeirra tveggja. „Ásgerður Ragnarsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði 2004 og meistaraprófi í lögum frá Cambridge-háskóla 2008. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings í héraði árið 2005 og fyrir Hæstarétti árið 2016. Að loknu embættisprófi starfaði hún sem lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og síðan sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Á árunum 2008-2018 var hún lögmaður á lögmannsstofu, þar af var hún einn af eigendum hennar 2012-2018. Í ársbyrjun 2018 var hún skipuð héraðsdómari og hefur gegnt því embætti síðan. Frá 8. maí 2023 hefur hún verið settur dómari við Landsrétt, en fjórum sinnum áður hafði hún tekið sæti í réttinum sem varadómari við úrlausn einstakra mála. Frá hausti 2021 hefur hún jafnframt verið forseti Félagsdóms. Af öðrum störfum má nefna að hún átti sæti í kærunefnd útboðsmála 2013-2021, þar af sem formaður síðustu tvö árin, og í stjórn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2009-2017. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, meðal annars í réttarfari, og verið aðjúnkt við deildina frá árinu 2017. Hún hefur samið fræðirit á sviði eignaréttar ásamt öðrum og ritað fjölda fræðigreina um lögfræðileg efni,“ segir um starfsreynslu Ásgerðar. Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. 4. júlí 2023 20:31 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Staðan var auglýst laus til umsóknar fyrr í sumar og bárust tvær umsóknir – frá Ásgerði og svo Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara. Hæfisnefnd mat þau bæði mjög vel hæf til að gegna embættinu og ákvað nefndin að gera ekki upp á milli hæfni þeirra tveggja. „Ásgerður Ragnarsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði 2004 og meistaraprófi í lögum frá Cambridge-háskóla 2008. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings í héraði árið 2005 og fyrir Hæstarétti árið 2016. Að loknu embættisprófi starfaði hún sem lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og síðan sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Á árunum 2008-2018 var hún lögmaður á lögmannsstofu, þar af var hún einn af eigendum hennar 2012-2018. Í ársbyrjun 2018 var hún skipuð héraðsdómari og hefur gegnt því embætti síðan. Frá 8. maí 2023 hefur hún verið settur dómari við Landsrétt, en fjórum sinnum áður hafði hún tekið sæti í réttinum sem varadómari við úrlausn einstakra mála. Frá hausti 2021 hefur hún jafnframt verið forseti Félagsdóms. Af öðrum störfum má nefna að hún átti sæti í kærunefnd útboðsmála 2013-2021, þar af sem formaður síðustu tvö árin, og í stjórn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2009-2017. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, meðal annars í réttarfari, og verið aðjúnkt við deildina frá árinu 2017. Hún hefur samið fræðirit á sviði eignaréttar ásamt öðrum og ritað fjölda fræðigreina um lögfræðileg efni,“ segir um starfsreynslu Ásgerðar.
Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. 4. júlí 2023 20:31 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. 4. júlí 2023 20:31