Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 23:31 Það virðist sem Greenwood eigi framtíð í boltanum eftir allt saman. Laurence Griffiths/Getty Images Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi. Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00