Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 12:24 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir mikilvægt að bíða þar til alveg er runnið af fólki hafi það verið að drekka. Vísir/Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka. Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka.
Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44
Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20