Sjötti sigurinn í röð hjá Verstappen Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 16:00 Max Verstappen er með yfirburðastöðu í Formúlu 1. Vísir/Getty Það fær ekkert stöðvarð ökuþórinn Max Verstappen í Formúlu 1. Hann vann nú áðan sinn sjötta sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone brautinni í Bretlandi. Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira