Kaupin hafa legið í loftinu í dágóða stund en Hernandez kostar 45 milljónir evra og skrifar undir fimm ára samning í París. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og sem vinstri bakvörður.
Þrátt fyrir að vera franskur hefur Hernandez aldrei spilað aðalliðsleik í Frakklandi. Hann flutti ungur að árum til Spánar þar sem hann braust fram á sjónarsviðið í öflugu liði Atlético Madríd. Þaðan lá leiðin til Þýskalands.
Paris Saint-Germain is delighted to announce the signing of Lucas Hernández.
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 9, 2023
The French international defender has signed a five-year contract with the Club.
#WelcomeHernández
Hernandez er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir PSG í sumar. Áður höfðu þeir Milan Škriniar, Marco Asensio og Manuel Ugarte allir samið við félagið. Þá er Luis Enrique tekinn við sem þjálfari liðsins en hann hefur áður þjálfað spænska landsliðið og Barcelona.