Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 14:52 Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni. AP Photo/Chris Pizzello Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira