Ekki hættulaust á gosstöðvunum Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 20:03 Vísir/Sigurjón Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. „Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira