Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. júlí 2023 11:50 Valencia á Spáni. Rauðar og appelsínugular viðvaranir voru í mörgum borgum og héruðum Spánar í vikunni. Fullorðið fólk þarf einna helst að gæta sín á hitanum. Rober Solsona/Getty Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira