Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 09:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/John Locher Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. Christopher Kise og Todd Blanche lögðu í gær fram kröfu þar sem þeir lögðu til að engin dagsetning yrði sett á það hvenær réttarhöldin myndu hefjast. Það að halda réttarhöldin fyrir kosningar myndi samkvæmt lögmönnunum koma niður á rétti Trumps til að hljóta sanngjörn réttarhöld og koma niður á kosningabaráttu hans. Lögmennirnir gera ráð fyrir því að Trump sigri í forvali Repúblikanaflokksins og verði upptekinn út næsta ár en kosningarnar fara fram í nóvember 2024. Trump var í síðasta mánuði ákærður í 37 liðum sem snúa flestir að því að hann hafi neitað að skila leynilegum gögnum, sem hann mátti ekki taka með sér þegar hann hætti sem forseti. Eins og frægt er tók hann mikið magn opinberra gagna með sér, sem hann hefði lögum samkvæmt átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Forsetinn fyrrverandi neitað að skila gögnunum og er sakaður um að hafa reynt að fela leynileg skjöl, með því markmiði að komast hjá því að skila þeim. Mikið magn opinberra gagna fundust á heimili hans og í Mar A Lago í Flórída, þegar rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit þar. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Saksóknari vill réttarhöld í desember Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur farið fram á að réttarhöldin gegn Trump hefjist í desember. Dómarinn í málinu, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, hefur skipulagt málaflutning á föstudaginn en lögmenn Trumps segja að einnig þurfi að fresta því þar til í næstu viku. þeir segja lögmann Walt Nauta, starfsmanns Trumps sem einnig hefur verið ákærður, þurfa meiri tíma til undirbúnings. Lögmennirnir segja einnig að bæði Trump og Nauta séu of uppteknir vegna kosninganna til að undirbúa réttarhöld í lok þessa árs. Nauta vinnur við að aðstoða Trump og fylgir honum hvert sem hann fer. Líka upptekin við önnur réttarhöld Þá segja lögmennirnir að réttarhöldin vegna leyniskjalanna geti ekki farið fram í desember, vegna annarra réttarhalda og rannsókna sem Trump standi frammi fyrir. Til að mynda verður réttað yfir honum í Manhattan í New York í mars á næsta ári en þau réttarhöld tengjast 130 þúsunda dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. AP fréttaveitan segir að ákvörðun um ákæru gæti verið tekin í dag. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Christopher Kise og Todd Blanche lögðu í gær fram kröfu þar sem þeir lögðu til að engin dagsetning yrði sett á það hvenær réttarhöldin myndu hefjast. Það að halda réttarhöldin fyrir kosningar myndi samkvæmt lögmönnunum koma niður á rétti Trumps til að hljóta sanngjörn réttarhöld og koma niður á kosningabaráttu hans. Lögmennirnir gera ráð fyrir því að Trump sigri í forvali Repúblikanaflokksins og verði upptekinn út næsta ár en kosningarnar fara fram í nóvember 2024. Trump var í síðasta mánuði ákærður í 37 liðum sem snúa flestir að því að hann hafi neitað að skila leynilegum gögnum, sem hann mátti ekki taka með sér þegar hann hætti sem forseti. Eins og frægt er tók hann mikið magn opinberra gagna með sér, sem hann hefði lögum samkvæmt átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Forsetinn fyrrverandi neitað að skila gögnunum og er sakaður um að hafa reynt að fela leynileg skjöl, með því markmiði að komast hjá því að skila þeim. Mikið magn opinberra gagna fundust á heimili hans og í Mar A Lago í Flórída, þegar rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit þar. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Saksóknari vill réttarhöld í desember Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur farið fram á að réttarhöldin gegn Trump hefjist í desember. Dómarinn í málinu, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, hefur skipulagt málaflutning á föstudaginn en lögmenn Trumps segja að einnig þurfi að fresta því þar til í næstu viku. þeir segja lögmann Walt Nauta, starfsmanns Trumps sem einnig hefur verið ákærður, þurfa meiri tíma til undirbúnings. Lögmennirnir segja einnig að bæði Trump og Nauta séu of uppteknir vegna kosninganna til að undirbúa réttarhöld í lok þessa árs. Nauta vinnur við að aðstoða Trump og fylgir honum hvert sem hann fer. Líka upptekin við önnur réttarhöld Þá segja lögmennirnir að réttarhöldin vegna leyniskjalanna geti ekki farið fram í desember, vegna annarra réttarhalda og rannsókna sem Trump standi frammi fyrir. Til að mynda verður réttað yfir honum í Manhattan í New York í mars á næsta ári en þau réttarhöld tengjast 130 þúsunda dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. AP fréttaveitan segir að ákvörðun um ákæru gæti verið tekin í dag.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01