Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Svanur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar