Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:24 Lögregla hafði í nægu að snúast á vaktinni í nótt ef marka má tilkynningu hennar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira