„Ég læri af þessum mistökum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 20:29 Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina marka Íslands í kvöld. Vísir/Anton Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. „Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
„Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57