Framtíð Fabinho hjá Liverpool hefur verið í lausu lofti síðustu vikur en nú lítur allt út fyrir að hann verði ekki lengur leikmaður liðsins eftir að hafa leikið með því síðan 2018.
Á liðnu tímabili lék hann næst flesta leiki allra leikmanna liðsins og ljóst að ef af sölunni verður þurfa Liverpool að bregðast við og finna nýjan varnarsinnaðan miðjumann á leikmannamarkaðnum.
BREAKING: Fabinho will NOT travel to Germany with Liverpool squad as talks with Al Ittihad are now advanced with personal terms agreed.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2023
Jordan Henderson will travel with the squad as he already agreed terms with Al Ettifaq but clubs are not close to agremeent on fee. pic.twitter.com/7Sj7yy2NIC
Jordan Henderson, sem þegar hefur samþykkt tilboð frá Al Ettifaq, er hins vegar í æfingahópnum, en enn ber töluvert á milli félaganna í samningaviðræðum um kaupverð.