Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 15:55 Grótta vann góðan heimasigur á Grindavík í dag Grótta.is Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. Liðin í fjórum neðstu mættust öll innbyrðis en staða þeirra í töflunni breyttist þó ekki. Botnlið Ægis vann góðan 1-0 heimasigur á Njarðvík, og er því aðeins einu stigi á eftir þeim í fallbaráttunni. Njarðvík með átta stig og Ægir með sjö. Hrvoje Tokic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Marc McAusland var áfram utan byrjunarliðs Njarðvíkur, en greint hefur verið frá að hann sé ekki sáttur við stöðu mála í Njarðvík og hafa hótað að spila ekki aftur með liðinu. Þá sóttu Leiknismenn Selfoss heim í miklum markaleik. Heimamenn komust í 2-1 en Daníel Finns Matthíasson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu og bætti svo öðru við beint úr aukaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Vestramenn sóttu stig Skagann en Skagamenn misstu þarna af dauðafæri til að fara upp fyrir Fjölni í töflunni og tylla sér í annað sætið. Benedikt V. Warén kom Vestra yfir með marki úr skyndisókn á 65 mínútu en Hlynur Sævar Jónsson bjargaði stiginum fyrir heimamenn rétt fyrir leikslok. Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram og þeir virðast ekki líklegir til að uppfylla vonir sínar um að fara upp þessa stundina. Grótta með góðan 2-0 sigur en mörkin komu á sitthvorum enda leiksins. Tómas Johannessen skoraði úr víti á 6. mínútu og svo lokaði Grindvíkingurinn Hilmar McShane leiknum á 90. mínútu. Grindvíkingar geta kannski tekið einar góðar fréttir með sér úr þessum leik, Óskar Örn Hauksson kom inná á 81. mínútu en hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Úrslit dagsins: ÍA - Vestri 1-1Ægir - Njarðvík 1-0Selfoss - Leiknir 2-4Grótta - Grindavík 2-0 Klukkan fjögur hófust svo tveir seinni leikir dagsins. Afturelding sækir Þór heim norður á Akureyri og Þróttur tekur á móti Fjölni. Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Liðin í fjórum neðstu mættust öll innbyrðis en staða þeirra í töflunni breyttist þó ekki. Botnlið Ægis vann góðan 1-0 heimasigur á Njarðvík, og er því aðeins einu stigi á eftir þeim í fallbaráttunni. Njarðvík með átta stig og Ægir með sjö. Hrvoje Tokic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Marc McAusland var áfram utan byrjunarliðs Njarðvíkur, en greint hefur verið frá að hann sé ekki sáttur við stöðu mála í Njarðvík og hafa hótað að spila ekki aftur með liðinu. Þá sóttu Leiknismenn Selfoss heim í miklum markaleik. Heimamenn komust í 2-1 en Daníel Finns Matthíasson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu og bætti svo öðru við beint úr aukaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Vestramenn sóttu stig Skagann en Skagamenn misstu þarna af dauðafæri til að fara upp fyrir Fjölni í töflunni og tylla sér í annað sætið. Benedikt V. Warén kom Vestra yfir með marki úr skyndisókn á 65 mínútu en Hlynur Sævar Jónsson bjargaði stiginum fyrir heimamenn rétt fyrir leikslok. Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram og þeir virðast ekki líklegir til að uppfylla vonir sínar um að fara upp þessa stundina. Grótta með góðan 2-0 sigur en mörkin komu á sitthvorum enda leiksins. Tómas Johannessen skoraði úr víti á 6. mínútu og svo lokaði Grindvíkingurinn Hilmar McShane leiknum á 90. mínútu. Grindvíkingar geta kannski tekið einar góðar fréttir með sér úr þessum leik, Óskar Örn Hauksson kom inná á 81. mínútu en hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Úrslit dagsins: ÍA - Vestri 1-1Ægir - Njarðvík 1-0Selfoss - Leiknir 2-4Grótta - Grindavík 2-0 Klukkan fjögur hófust svo tveir seinni leikir dagsins. Afturelding sækir Þór heim norður á Akureyri og Þróttur tekur á móti Fjölni.
Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira